spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMMA molar: Fedor, John Dodson og Rampage Jackson

MMA molar: Fedor, John Dodson og Rampage Jackson

Photo by Esther Lin/STRIKEFORCE
Photo by Esther Lin/STRIKEFORCE

Fedor, Rampage og John Dodson koma allir fyrir í MMA molunum í dag. Enginn veit hver berst við Fedor, Dodson fer upp um flokk og Rampage gæti mögulega snúið aftur til Bellator.

Fedor berst í Rizin FF.

Nýjustu MMA bardagasamtökin bera heitið Rizin Fighting Federation. Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær en þarna mun Fedor Emelianenko berjast á gamlárskvöld. Eins og við greindum frá fyrr í vikunni var talið að andstæðingur hans, Jaideep Singh, yrði kynntur til leiks á blaðamannafundinum. Enginn andstæðingur fyrir Fedor var nefndur á blaðamannafundinum og gæti verið að Rizin FC hafi hætt við valið eftir gagnrýni fjölmiðla og aðdáenda. Við fengum nafn, bara ekki nafnið sem allir bjuggust við.

john dodson

John Dodson fer upp

John Dodson hefur ákveðið að segja skilið við fluguvigtina og fara upp í bantamvigtina. Dodson hefur tapað tvisvar fyrir núverandi fluguvigtarmeistara, Demetrious Johnson, og sér því ekki mikla framtíð fyrir sig í flokknum. Í 135 punda flokknum er TJ Dillashaw meistarinn en Dodson rotaði hann er þeir mættust árið 2011. Dodson segir einnig að IV-bannið hafi átt sinn þátt í ákvörðuninni. Það var erfitt fyrir hann að skera niður í fluguvigtina og yrði það enn erfiðara nú þar sem bannað er að fá næringu í æð eftir vigtun.

rampage jackson

Rampage fer mögulega aftur til Bellator

Quinton ‘Rampage’ Jackson hefur átt í deilum við Viacom, eigendur Bellator, síðan hann samdi við UFC. Rampage vill meina að Viacom hafi ekki staðið við sinn hluta samningsins og því samdi hann við UFC. Nú er hann í erfiðri stöðu þar sem hann má ekki berjast fyrir UFC lagalega séð. Rampage íhugaði að hætta í MMA í stað þess að þurfa að fara fyrir dómstóla en nú hefur UFC leyft Rampage að fara aftur til Bellator í stað þess að standa í löngum málaferlum. Rampage hefur áhuga á að berjast á Rizin FF bardagakvöldinu á gamlárskvöld. Þetta sagði hann allt í Twitch streymi sínu fyrr í vikunni.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular