spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHenry Cejudo fór í aðgerð á vinstri öxl - frá í 4-5...

Henry Cejudo fór í aðgerð á vinstri öxl – frá í 4-5 mánuði

Tvöfaldi meistarinn Henry Cejudo þurfti að fara í aðgerð á öxlinni í gær. Cejudo verður frá í nokkra mánuði áður en hann getur farið að æfa aftur.

Henry Cejudo sigraði Marlon Moraes fyrr í mánuðinum. Þar með tryggði hann sér bantamvigtartitilinn og er nú handhafi fluguvigtar- og bantamvigtartitilsins í UFC.

Það verður einhver bið eftir að tvöfaldi meistarinn geti varið beltin sín. Cejudo fór í aðgerð á öxlinni í gær og getur ekki farið að æfa fyrr en eftir 4-5 mánuði. Cejudo gæti því ekki barist aftur fyrr en á næsta ári.

Ef svo er verða tveir þyngdarflokkar í pásu og spurning hvort UFC hendi upp einhverjum bráðabirgðarbeltum. Cejudo varði fluguvigtartitilinn síðast í janúar þegar hann sigraði T.J. Dillashaw.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular