Tvöfaldi meistarinn Henry Cejudo þurfti að fara í aðgerð á öxlinni í gær. Cejudo verður frá í nokkra mánuði áður en hann getur farið að æfa aftur.
Henry Cejudo sigraði Marlon Moraes fyrr í mánuðinum. Þar með tryggði hann sér bantamvigtartitilinn og er nú handhafi fluguvigtar- og bantamvigtartitilsins í UFC.
Það verður einhver bið eftir að tvöfaldi meistarinn geti varið beltin sín. Cejudo fór í aðgerð á öxlinni í gær og getur ekki farið að æfa fyrr en eftir 4-5 mánuði. Cejudo gæti því ekki barist aftur fyrr en á næsta ári.
Ef svo er verða tveir þyngdarflokkar í pásu og spurning hvort UFC hendi upp einhverjum bráðabirgðarbeltum. Cejudo varði fluguvigtartitilinn síðast í janúar þegar hann sigraði T.J. Dillashaw.
Henry Cejudo is likely out for the rest of the year (via @arielhelwani)
— ESPN MMA (@espnmma) June 19, 2019
? More: https://t.co/XywAfU5aTI pic.twitter.com/WStUCiIfg2