spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHinn 26 ára Frankie Perez ákvað að hætta eftir frábæran sigur

Hinn 26 ára Frankie Perez ákvað að hætta eftir frábæran sigur

frankie perezFrankie Perez sigraði Sam Stout með tæknilegu rothöggi í gær á UFC Fight Night í Kanada. Þetta var stærsti sigur hans á ferlinum en þrátt fyrir það ákvað hinn 26 ára Perez að leggja hanskana á hilluna.

Þetta var aðeins annar bardagi Perez í UFC og hans fyrsti sigur. Perez hættir því með bardagaskorið 10-2 og kom ákvörðun hans mörgum í opna skjöldu.

„Ég hefði hætt hvernig sem bardaginn hefði farið. Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér en ég mun samt halda áfram að æfa. Ég fer örugglega á æfingu í vikunni,“ sagði Perez eftir bardagann.

Hann útilokar ekki endurkomu í UFC einn daginn en hefur nóg fyrir stafni eins og er. Perez er með nokkur fyrirtæki og treystir því ekki á tekjurnar sem hann fær frá bardagaheiminum. Hann ætlar nú að einbeita sér að fjölskyldunni og njóta lífsins.

Michael Bisping var sérfræðingur í útsendingunni í gær og gagnrýndi ákvörðun Perez. Bisping sagði Perez ekki vera með hreðjarnar sem til þarf í þessa íþrótt og hann ætti að leyfa alvöru karlmönnum að berjast. Perez hló að ummælum Bisping og kallaði hann trúð.

„Ég er bara að velja fjölskyldu mína fram yfir þessa íþrótt. Ég elska þessa íþrótt og allt í kringum MMA en mér fannst tími til kominn að hætta. Ég mun ennþá vera í kringum íþróttina, vera í horninu hjá æfingafélögum mínum og fleira.“

Það er ekki oft sem við sjáum bardagamann hætta svo snemma. Þetta er erfið ákvörðun sem margir forðast að taka og höfum við oft séð bardagamenn hanga of lengi í íþróttinni. Það verður þó ekki sagt um Perez sem hættir aðeins 26 ára gamall á toppi ferilsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular