spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHlynur Torfi berst í Finnlandi um helgina

Hlynur Torfi berst í Finnlandi um helgina

Bardagamaðurinn Hlynur Torfi Rúnarsson berst sinn annan áhugamannabardaga á MMA Cup Lahti í Finnlandi á laugardaginn.

Hlynur sem er 1-0 sem áhugamaður í MMA og vann sinn fyrsta bardaga þann 3. október með „rear naked choke“ uppgjafartaki snemma í 1. lotu.

Bardagarnir hefjast klukkan 10:00 á íslenskum tíma á laugardaginn. Hlynur berst í þriðja bardaganum svo reikna má með að hann berjist um klukkan 10:30. Bardagana er hægt að sjá í beinni á Facebook hér.

Hlynur hefur æft í Mjölni í 3 ár en ákvað að flytja til Finnlands fyrr á þessu ári og æfir nú í FinnFighters Gym í Turku í Finnlandi ásamt kærustu sinni.
Hlynur berst í léttvigt (70,3 kg) og mætir heimamanninum Markus Isosomppi Ahjo (0-0) sem hefur reynslu í boxi en berst sinn fyrsta MMA bardaga.

Hlynur segir undirbúning hafa gengið ótrúlega vel. Þrátt fyrir Covid er allt opið í Finnlandi og ganga æfingar eðlilega fyrir sig. Hlynur er með nokkra þjálfara sem eru að aðstoða hann mikið og marga æfingarfélaga þar sem hann æfir.

Mynd: Ásgeir Marteins.
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular