Bardagakappinn Hlynur Torfi Rúnarsson vann sinn þriðja bardaga á hengingu fyrr í dag.
Hlynur (2-0) mætti Olari Sääsk (2-1), öflugum andstæðing sem hafði áður unnið liðsfélaga Hlyns í áhugamannabardaga. Hlynur náði Sääsk snemma niður og komst framhjá „guardinu“ hans. Þaðan tók Hlynur bakið á Sääsk og kláraði bardagann með „rear naked choke“.
Hlynur hefur nú barist þrisvar og unnið alla bardaga sína í fyrstu lotu með sömu hengingu. Það er því ljóst að framtíðin er björt fyrir þennan upprennandi bardagamann.
Bardagann má sjá hér fyrir neðan en hann hefst eftir rúmar 57 mínútur.