Eftir frammistöðu Ronda Rousey seinustu helgi virðist hún vera óstöðvandi og engin verðugur andstæðingur í bantamvigt kvenna í UFC. Þar gæti orðið breyting á þar sem Holly Holm er búin að semja við UFC.
Holm á 12 ára feril í boxi og sparkboxi en færði sig yfir í MMA 2011. Síðan þá hefur Holm verið að tæta í sig samkeppnina og hefur hún unnið alla bardaga sína og er kominn með sjö sigra. Allir nema einn bardagi hennar hafa endað með rothöggi eða tæknilegu rothöggi enda er hún alveg svakaleg standandi. Rothögg hennar eru með þeim flottustu sem kvennadeild MMA hefur nokkurn tímann séð.
Það verður spennandi að sjá hvort að Holly Holm og Ronda Rousey munu hittast í búrinu en ef það skeður má búast við einum heljarinnar átökum á milli tveggja bestu kvennana í þessum þyngdarflokki. Holm er betri standandi og miðað við hvernig hún hefur verið að slá út andstæðinga sína eins og flugur er alveg líklegt að henni gæti tekist að vinna Rousey með rothöggi. Aftur á móti Rousey er töluvert betri en Holm á gólfinu og gæti bætt enn einum sigri við með uppgjafartaki.
Hér að neðan má sjá eitt af hennar rothöggum.