Monday, September 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCris Cyborg á leið niður í bantamvigt

Cris Cyborg á leið niður í bantamvigt

Cris CyborgHin brasilíska Cris Cyborg Justino (áður Santos) mun berjast í fyrsta sinn í bantamvigt í desember næstkomandi. Þetta gæti orðið til þess að draumabardagi milli Ronda Rousey og Cyborg geti orðið að veruleika.

Cris Cyborg er ein besta bardagakona heims ásamt Ronda Rousey en hefur hingað til ávallt barist í fjaðurvigt. Hún ætlar í fyrsta sinn að reyna að létta sig niður í bantamvigt og berjast í Invicta samtökunum í desember. Það verður afar áhugavert að sjá hana reyna það þar sem hún þykir stór í fjaðurvigtinni. Áður hefur hún látið hafa eftir sér að hún muni láta lífið reyni hún að skera niður í bantamvigt en virðist hafa bakkað með þá fullyrðingu.

Enginn andstæðingur hefur verið staðfestur fyrir hana en bardaginn mun vera sýndur á Fight Pass. Enn er langt í bardagann og gæti margt breyst á þeim tímapunkti en þetta gefur von um að bardagi milli Cyborg og Rousey geti átt sér stað í náinni framtíð.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular