Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaGunnar Einarsson: Gunnar Nelson er mikilvægur þáttur í uppbyggingu merkisins

Gunnar Einarsson: Gunnar Nelson er mikilvægur þáttur í uppbyggingu merkisins

Gunnar Nelson skýla 2Gunnar Nelson hefur klæðst svo kallaðri Vale Tudo skýlu frá Jaco í síðustu þremur UFC bardögum. Skýlan er efnislítil og vakið athygli landsmanna en heildsalan Scanco ehf. er dreifingaraðili Jaco í Evrópu. Við fengum Gunnar Einarsson, einn af eigendum Scanco ehf., í stutt spjall.

Gunnar Einarsson hafði lengi fylgst með nafna sínum Gunnari Nelson og eftir að hafa kynnt sér merkið Jaco hófst samstarf milli Jaco og Gunnars Nelson. Upp frá því varð Scanco dreifingaraðili Jaco á Íslandi.

„Ég fór af stað með áætlunargerð um hvernig ætti að byggja upp merkið í Evrópu eftir breytingar hjá Jaco í Bandaríkjunum. Í kjölfarið af því fæ ég boð frá Jaco í Bandaríkjunum um að koma til þeirra og kynna áætlun mína betur. Upp frá því varð vinskapur og traust og ég fékk sérleyfið fyrir merkið fyrir alla Evrópu.”

„Undanfarna 9 mánuði erum við búnir að vera að byggja upp merkið í Evrópu og mynda tengiliði. Núna erum við búnir að selja inn á Evrópumarkað með afhendingu núna í ágúst,” segir Gunnar.

JacoLogoMerkið þekkist sem Jaco í Bandaríkjunum en í Evrópu heitir það í raun Tenacity. „Það er þýskt merki, Jako með ká-i, sem er búið að vera 18 ár á markaði í Evrópu og því getum við ekki notað Jaco í Evrópu. Þetta er ekki mikil umbreyting fyrir okkur þar sem merkið er þekkt undir formmerkjum lógósins. Við erum í raun bara að innreiða okkur inn á Evrópumarkaðinn með lógóið.”

Eins og áður segir keppir Gunnar Nelson í skýlu frá Jaco. „Gunnar Nelson er mikilvægur þáttur í uppbyggingu merkisins og hann er andlit merkisins. Hann er orðinn mjög þekktur í bardagaheiminum og ég get ekki hugsað mér vandaðari einstakling og jafn frambærilegan íþróttamann til að vera andlit merkisins. Gunnar berst undir merkjum Jaco eða Tenacity og við erum mjög stoltir af því.”

„Þó skýlan hans Gunnars Nelson sé efnislítil þá notar hann vörurnar okkar mikið í frítíma sínum. Við erum mjög stoltir af samstarfi okkar við Gunnar Nelson og Mjölni hvort sem hann sé fáklæddur eður ei.”

„Það er gaman fyrir litla Ísland að vera dreifingaraðili í Evrópu fyrir eitt stærsta MMA merkið. Við erum með einkarétt á dreifingu merkisins í Evrópu og sendum vítt og breitt um alla Evrópu.”

gunni skýla
Gunnar Nelson í skýlunni góðu.

Gunnari finnst mikilvægt að vörurnar henti bardagamönnum og segir þær vera hagnýtar fyrir bardagamenn. „Við vitum að 95% af tíma MMA bardagamanna fer í almennar æfingar svo okkur finnst mjög mikilvægt að bardagamönnum líði vel í fatnaðinum og það er það sem Jaco leggur upp með. Það er einfalt í útliti og er ekki mikið fyrir að vera með einhverjar hausskúpur og annars konar merki eins og þekkist oft á MMA vörum.”

Jaco er einungis fimm ára gamalt merki en hefur komist hratt meðal stærstu merkjana í MMA. „Við fáum mikið af fyrirspurnum frá erlendum bardagamönnum sem biðja okkur um að styrkja sig með fatnaði. Fimmta hver fyrirspurn á heimasíðunni okkar er frá bardagamönnum sem eru að biðja okkur um að styrkja sig.”

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular