Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 bestu bardagar B.J. Penn

Föstudagstopplistinn: 5 bestu bardagar B.J. Penn

Eins og við greindum frá fyrr í vikunni verður föstudagstopplisinn þessa vikuna helgaður B.J. Penn. Þessi goðsagnarkenndi bardagakappi barðist í fjórum þyngdarflokkum í gegnum ferilinn en hér lítum við á hans bestu sigra á ferlinum.

UFC 107: BJ Penn vs Diego Sanchez Weighin

5. UFC 107, gegn Diego Sanchez

Eftir tólf bardaga í UFC, þar af tíu sigra, fékk Diego Sanchez loksins að berjast um titil. Því miður hans vegna var það á móti B.J. Penn sem mætti til leiks mjög einbeittur. Eftir að hafa barið Sanchez sundur og saman í fjórar lotur var bardaginn stöðvaður af lækni þar sem Sanchez hafði hlotið ljótan skurð á ennið sem blæddi mikið úr.

uno

4. UFC 34, gegn Caol Uno

Hinn virti Caol Uno hafði barist við Jens Pulver í fimm lotur í UFC titilbardaga sama ár. Það tók hins vegar B.J. Penn aðeins ellefu sekúndur að rota Japanann. Penn var svo æstur eftir sigurinn að hann hljóp beint inn í búningsklefann en var svo sóttur svo það væri hægt að tilkynna sigurvegarann.

stevenson

3. UFC 80, gegn Joe Stevenson

Stevenson hafði sigrað aðra seríu af The Ultimate Fighter og hafði unnið fjóra bardaga í röð í UFC þegar hann barðist við Penn um laust belti í léttvigt. Penn var í fantaformi og sigraði örugglega með “rear naked choke” í annarri lotu.

Sean Sherk, BJ Penn

2. UFC 84, gegn Shean Sherk

Sherk var fyrrverandi meistari í léttvigt en tapaði titlinum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Þegar B.J. Penn náði í beltið þurfti að útkljá hver raunverulegur meistari væri. Penn tók af allan vafa þegar hann sigraði Sherk með vel tímasettu hnéspkarki í þriðju lotu.

hughes

1. UFC 46 gegn Matt Hughes 

Þegar Penn þyngdi sig upp í veltivigt og skoraði á sjálfan Matt Hughes voru ekki margir sem gáfu honum mikla möguleika. Það tók Penn hins vegar aðeins rúmar fjórar mínútur að ná baki Hughes og sigra með “rear naked choke” í einum magnaðasta bardaga í sögu UFC.

Við munum aldrei fá annan B.J. Penn. Heiðruð sé minning hans, megi hann lengi lifa.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular