spot_img
Saturday, January 4, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeErlentHræðilegur Conor bolur frá Reebok vekur athygli

Hræðilegur Conor bolur frá Reebok vekur athygli

Conor McGregor mætir Donald Cerrone eftir 10 daga. Nýr Conor bolur frá Reebok hefur vakið athygli.

Reebok samningurinn við UFC byrjaði brösulega á sínum tíma. Mörg nöfn bardagamanna voru skrifuð vitlaust á fatnað af Reebok og þá voru margir bardagamenn óánægðir með hve lítið þeir fengu borgað frá fataframleiðandanum.

Sjá einnig: Hlægileg mistök á Reebok fatnaði UFC

Sjá einnig: Er þetta versta klúður Reebok hingað til?

Síðustu ár hefur lítið verið um klúður hjá Reebok en nýjasti Conor McGregor bolurinn hefur vakið athygli.

Bolurinn kallast „Conor McGregor UFC 246 Legacy Series Walkout Jersey“ á vef Reebok og fæst hér. Teikningin af Conor er ekki sú glæsilegasta og ef ekki væri fyrir húðflúrin væri erfitt að vita hvort þetta væri Conor eða ekki. Miðað við nafnið á bolnum mun Conor McGregor labba inn í búrið í svona bol.

Samningur UFC við Reebok tók gildi árið 2015 og klárast 2021.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular