Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvað ætlar UFC að gera með fluguvigtina (e. flyweight)?

Hvað ætlar UFC að gera með fluguvigtina (e. flyweight)?

flyweightFluguvigtin (e. flyweight) í UFC er léttasti þyngdarflokkurinn í UFC (125 pund=57,8 kg) en fyrsti fluguvigtarbardaginn var í mars 2012. UFC byrjaði þyngdarflokkinn á skemmtilegri fjögurra manna útsláttarkeppni þar sem Demetrious Johnson stóð uppi sem sigurvegari. Síðan þá hefur hann varið titilinn tvisvar.

UFC virðist hafa áhuga á að byggja upp þennan þyngdarflokk þar sem Demetrious hefur tvisvar sinnum verið aðal bardagi á „UFC on Fox“ kvöldi. UFC hefur hins vegar lítið verið að bæta við sig fluguvigtarköppum. Ef litið er á topp 10 listan í fluguvigtinni samkvæmt Fight Matrix þá eru þar 4 bardagamenn sem eru ekki í UFC. Af hverju er ekki UFC löngu búið að gera samninga við þessa bardagamenn? Þarna eru margir mjög áhugaverðir andstæðingar fyrir Demetrious eða aðra topp bardagamenn. Joshua Sampo er í 3. sæti á lista Fight Matrix og berst næst gegn andstæðingi sem er í 29. sæti á þessum lista. Maður eins og Sampo sem er á besta aldri, 29 ára, á að vera að berjast við þá bestu í UFC. Það er ekki eins og þessir menn séu í hinum stóru samtökunum eins og Bellator eða One FC (þau samtök koma samt ekki með tærnar þar sem UFC hefur hælana) heldur eru þeir allir í minni samtökum. Kannski er UFC búið að reyna að fá þessa bardagamenn til sín en það hefur einfaldlega ekki tekist að einhverjum ástæðum. Darrel Montague er reyndar ný viðbót við fluguvigtina en hann berst nú um helgina á UFC 166 gegn John Dodson á aðal kortinu og gæti orðið spennandi viðbót við fluguvigtina.

Demitrious mætir næst Joseph Benavidez en þeir mættust áður í september 2012 í afar jöfnum bardaga. Ef Demitrious sigrar Benevidez aftur, hvað þá? Á Demitrious þá aftur að mæta andstæðingi sem hann hefur nú þegar sigrað eins og t.d. John Dodson eða Ian McCall? John Lineker gæti fengið titilbardaga en fyrir utan hann eru ekki margir sem koma til greina. John Moraga var að mínu mati ekki tilbúinn í titilbardaga gegn Demitrious t.d.

Það er annað vandamál sem UFC glímir við; það veit enginn hver John Lineker og John Moraga er! Fluguvigtarmenn eru yfirleitt að berjast á þessum minni UFC kvöldum og þá oft sem upphitunarbardagar (þ.e. ekki á aðal kortinu, “main card”). Síðasti bardagi John Moraga áður en hann mætti Demitrious var fyrsti Facebook bardaginn á UFC 155. Síðasti bardagi John Dodson áður en hann mætti Demitrious var á FX kvöldi. Það er eins og UFC þori ekki að setja fluguvigtarmennina (annað en titilbardaga) á „pay per view“ kvöldin (sem eru yfirleitt stærri UFC kvöld). Hvernig ætlar UFC að kynna spennandi titilbardaga ef enginn hefur séð andstæðinginn nema þessir allra hörðustu MMA aðdáendur?

Margir vilja meina að það sé lítill áhugi á fluguvigtinni og það vilji enginn horfa á tvo bardagamenn berjast sem eru jafn þungir og börnin þeirra. Það er eflaust eitthvað til í því þar sem UFC on Fox kvöldin þar sem Demitrious hefur verið aðalbardaginn hafa ekki fengið eins góðar áhorfstölur og þegar t.d. Ben Henderson hefur barist. Hins vegar eru Manny Pacquio og Floyd Mayweather báðir gríðarlega léttir en þeir eru tvö stærstu nöfnin í boxinu í dag.

UFC byrjaði vel með þennan þyngdarflokk en það er eins og þeir hafi misst áhugann af einhverjum ástæðum. Bantamvigtin og fjaðurvigtin eru að blómstra núna og eru margir frábærir bardagamenn þar sem eiga möguleika á titilbardaga bráðlega. Fluguvigtin gæti orðið mun meira spennandi en hún er, UFC þarf bara að fá fleiri spennandi bardagamenn inn.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular