Nate Diaz er bókaður í bardaga gegn Dustin Poirier í nóvember. Hann virðist samt vera afar ósáttur enn á ný og óvíst hvort bardaginn gegn Poirier sé enn á dagskrá.
Bardagi Nate Diaz og Dustin Poirier var formlega staðfestur á blaðamannafundi UFC síðasta föstudag. Þegar UFC tilkynnti svo bardaga Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor á sama blaðamannafundi yfirgaf Nate sviðið.
https://www.youtube.com/watch?v=STwHOFKeuM8
Hann setti svo þetta á Twitter skömmu síðar:
I’m not fighting on that show fuk the @ufc
— Nathan Diaz (@NateDiaz209) August 3, 2018
Nate virðist vera eitthvað óánægður þessa dagana og er bardaginn gegn Poirier í óvissu. Bardaginn á að fara fram á UFC 230 þann 3. nóvember í Madison Square Garden.
I can’t commit when they actin like shit….
— Nathan Diaz (@NateDiaz209) August 8, 2018
Nate sagði svo í samtali við slúðurmiðilinn TMZ að hann hafi í raun ekki áhuga á að berjast við neinn. Nate hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor á UFC 202 í ágúst 2016.