spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvað hefur gerst síðan Tony Ferguson tapaði síðast?

Hvað hefur gerst síðan Tony Ferguson tapaði síðast?

Tony Ferguson vann sinn 12. bardaga í röð um helgina. Ferguson hefur ekki tapað síðan árið 2012 en hvað var í gangi í MMA heiminum þegar hann tapaði síðast?

Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone á UFC 238 en læknarnir neyddust til að stöðva bardagann eftir 2. lotu. Sigurganga Ferguson er sú 6. lengsta í sögu UFC en Anderson Silva á enn metið með 16 sigra í röð.

Tony Ferguson tapaði síðast fyrir Michael Johnson þann 5. maí árið 2012. MMA History á Twitter tók saman hvað var í gangi í MMA heiminum þegar Ferguson tapaði síðast.

Árið 2012 höfðu konur ekki ennþá barist í UFC en fyrsti kvennabardaginn fór fram í febrúar 2013.

Henry Cejudo, nýjasti tvöfaldi meistarinn, var ekki einu sinni byrjaður í MMA á þeim tíma. Sama má segja um veltivigtarmeistarann Kamaru Usman. Fluguvigtin sem Cejudo ríkir yfir var líka glæný eða aðeins tveggja mánaða gömul.

Á þeim tíma voru goðsagnirnar Georges St. Pierre og Anderson Silva enn meistarar og voru bestu bardagamenn heims. Ben Henderson var líka léttvigtarmeistari UFC en Ferguson berst í léttvigt.

Ef við færum þetta yfir á Ísland þá voru enn nokkrur mánuðir í frumraun Gunnars Nelson í UFC en Gunnar barðist sinn fyrsta bardaga í Nottingham þann 29. september 2012. Bjarki Þór Pálsson var nýbyrjaður í MMA og var Sunna Rannveig ekki einu sinni búin með sinn fyrsta MMA bardaga.

Sigurganga Ferguson er því ansi mögnuð og hefur spannað yfir 2.593 daga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular