0

Hvað hefur gerst síðan Tony Ferguson tapaði síðast?

Tony Ferguson vann sinn 12. bardaga í röð um helgina. Ferguson hefur ekki tapað síðan árið 2012 en hvað var í gangi í MMA heiminum þegar hann tapaði síðast?

Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone á UFC 238 en læknarnir neyddust til að stöðva bardagann eftir 2. lotu. Sigurganga Ferguson er sú 6. lengsta í sögu UFC en Anderson Silva á enn metið með 16 sigra í röð.

Tony Ferguson tapaði síðast fyrir Michael Johnson þann 5. maí árið 2012. MMA History á Twitter tók saman hvað var í gangi í MMA heiminum þegar Ferguson tapaði síðast.

Árið 2012 höfðu konur ekki ennþá barist í UFC en fyrsti kvennabardaginn fór fram í febrúar 2013.

Henry Cejudo, nýjasti tvöfaldi meistarinn, var ekki einu sinni byrjaður í MMA á þeim tíma. Sama má segja um veltivigtarmeistarann Kamaru Usman. Fluguvigtin sem Cejudo ríkir yfir var líka glæný eða aðeins tveggja mánaða gömul.

Á þeim tíma voru goðsagnirnar Georges St. Pierre og Anderson Silva enn meistarar og voru bestu bardagamenn heims. Ben Henderson var líka léttvigtarmeistari UFC en Ferguson berst í léttvigt.

Ef við færum þetta yfir á Ísland þá voru enn nokkrur mánuðir í frumraun Gunnars Nelson í UFC en Gunnar barðist sinn fyrsta bardaga í Nottingham þann 29. september 2012. Bjarki Þór Pálsson var nýbyrjaður í MMA og var Sunna Rannveig ekki einu sinni búin með sinn fyrsta MMA bardaga.

Sigurganga Ferguson er því ansi mögnuð og hefur spannað yfir 2.593 daga.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.