Thursday, April 25, 2024
HomeErlentHvað segja erlendu sérfræðingarnir um bardaga Gunnars gegn Leon Edwards?

Hvað segja erlendu sérfræðingarnir um bardaga Gunnars gegn Leon Edwards?

Mynd: Snorri Björns.

Gunnar Nelson mætir Leon Edwards í kvöld í London. Það er alltaf gaman að sjá hvað erlendu sérfræðingarnir segja um bardaga Gunnars en hér höfum við tekið saman þá helstu.

Bardaginn í kvöld verður gífurlega mikilvægur fyrir Gunnar og getum við varla beðið eftir því að sjá hann í búrinu. Allir pennar MMA Frétta spá auðvitað Gunnari sigri en hér má sjá hvað aðrir miðlar segja.

MMA Fighting er einn stærsti netmiðillinn í MMA heiminum en þar telur Alexander K. Lee að Edwards fari með sigur af hólmi. Lee telur að Edwards geti unnið „clinch“ baráttuna og það muni halda Edwards frá gólfinu. Að hans mati munu loturnar vera mjög jafnar og gæti verið virkilega erfitt að skera úr um hvor sé sigurvegari eftir þrjár harðar lotur. Lee telur þó að hraði Edwards muni vera stór breyta í bardaganum og Edwards sigri eftir dómaraákvörðun.

MMA Junkie er sömuleiðis stór netmiðill en þar spá 7 af 13 starfsmönnum vefsins að Gunnar sigri. Það eru því svo sannarlega skiptar skoðanir á bardaganum.

Það eru líka skiptar skoðanir hjá Bloody Elbow. Zane Simon segir að þetta sé góður bardagi fyrir Gunnar þar sem Edwards treystir mikið á fellurnar í sínum bardögum og það verði erfitt gegn Gunnari. Victor Rodriguez segir að Leon Edwards sé „the truth“ og að styrkur hans og nákvæmni högga muni valda Gunnari vandræðum og á endanum skila honum sigri með tæknilegu rothöggi. Þá segir Phil Mackenzie að Gunnar sé með litlar holur alls staðar sem Edwards muni nýta sér. Fimm telja að Gunnar sigri en fimm að Edwards sigri. Flestir eru þó sammála um að erfitt sé að spá í bardagann.

MMA Mania telur að Edwards eigi að vinna og það verði erfitt fyrir Gunnar að vera jafn duglegur og Edwards yfir þrjár lotur. Svo lengi sem Edwards gerir ekki eitthvað heimskulegt eða hugsi of mikið um eftirpartýið í kvöld þá eigi hann að vinna. MMA Mania telur þó að Gunnar sé sennilega hæfileikaríkari og tæknilegri betri bardagamaður en Edwards geri meira og stundum skilur það að. Edwards muni því vinna eftir dómaraákvörðun.

Sherdog segir að þetta sé sá bardagi sem erfiðast er að spá í á öllu bardagakvöldinu og þetta geti dottið beggja vegna. Sherdog segir þó að Gunnar sé hættulegri standandi og það muni hafa úrslitaáhrif. Gunnar sigrar eftir dómaraákvörðun.

Hjá Bleacher Report telja tveir af þremur að Gunnar sigri en bardaginn sé gífurlega mikilvægur fyrir báða. Þetta verði áhugaverð barátta tveggja bardagamanna sem eru nálægt titilbardaga en gólfglíma Gunnars mun skila honum sigri.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular