Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaHvað vitum við um Ashley Greenway?

Hvað vitum við um Ashley Greenway?

ashley-greenwaySunna Rannveig Davíðsdóttir mætir Ashley Greenway annað kvöld í Invicta. Greenway er búinn með einn atvinnubardaga en hvað vitum við meira um hana?

Ashley ‘Dollface’ Greenway er 31 árs bardagakona og er meðlimur í Revolution MMA bardagaklúbbnum sem er staðsettur í Spartanburg, Suður-Karólínu.

Greenway byrjaði að æfa bardagaíþróttir árið 2005 og tók sinn fyrsta MMA bardaga árið 2011. Greenway komst inn í MMA í gegnum eiginmann sinn, Alan Greenway. Alan er 6-4 sem atvinnumaður og hefur verið einn af þjálfurum hennar í gegnum tíðina.

Greenway fékk áhuga á MMA eftir að hafa fylgst með eiginmanni sínum og langaði að komast í betra form. Eftir fyrsta jiu-jitsu tímann hennar var hún yfir sig hrifin af íþróttinni og langaði strax að prófa að keppa í MMA.

Greenway segist eyða miklum tíma í að skoða myndbönd af andstæðingum sínum. Í viðtali við hlaðvarpið Cage Side Submission sagðist hún eiga í erfiðleikum með að finna bardaga með Sunnu. Í sama viðtali viðurkenndi hún að erfitt væri að bera fram nafn hennar Sunnu. Henni fannst nafnið flott þó hún gæti ekki borið það fram og hlakkar til að stíga í búrið með Sunnu. Greenway líst vel á Sunnu og telur hana vera góðan andstæðing. Þrátt fyrir að vilja skoða andstæðinginn vel fyrirfram segist hún setja meiri fókus á sig heldur en andstæðinginn.

Greenway ber viðurnefnið Dollface. Hún starfar sem hárgreiðslukona meðfram bardagaferlinum og fékk viðurnefnið frá samnemendum sínum í námi sínu. Greenway er nánast alltaf með nýja hárgreiðslu í bardögum sínum en í þetta sinn er hún snoðuð.

screen-shot-2016-09-22-at-18-41-06

Greenway sigraði sinn fyrsta atvinnubardaga í maí á þessu ári. Greenway samdi við Invicta bardagasamtökin árið 2014 en beið með frumraun sína í tvö ár til að ná sér í meiri reynslu. Reynsluna fékk hún úr áhugamannabardögum þar sem hún sigraði átta af 12 bardögum sínum.

Standandi er Greenway nokkuð varkár til að byrja með. Hún skiptir reglulega um fótastöður (úr örvhentri stöðu í rétthenta fótastöðu og öfugt) og er með ágætis framspörk til að halda andstæðingnum frá sér. Hún hittir reglulega með „spinning backfist“ og er það eitthvað sem Sunna þarf að varast.

Að mati Greenway er helsti styrkleikinn hennar högg í gólfinu (e. ground and pound) en Greenway er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu líkt og Sunna. Í frumraun hennar í Invicta mætti hún Sarah Click þar sem sigurinn kom eftir dómaraákvörðun.

Í þriðju lotu náði hún helst að láta ljós sitt skína. Greenway var mjög ógnandi í gólfinu í 3. lotu og var nálægt því að klára Click með „triangle“ hengingu eða „armbar“. Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega hörku Click hefði Greenway sennilega klárað bardagann. Greenway lítur út fyrir að vera hættulegust í gólfinu og þarf Sunna að hafa varann á fari bardaginn í gólfið.

Greenway er með ágætis fellur og fær hún eflaust topp kennslu frá æfingafélaga sínum Söru McMann. McMann hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 í frjálsri glímu og ætti að geta kennt henni eitt og annað. McMann mætti Rondu Rousey um bantamvigtartitil UFC árið 2014 en tapaði eins og svo margar.

Bardagi Sunnu og Greenway er fyrsti bardagi kvöldsins á Invicta bardagakvöldinu á morgun. Bardagakvöldið hefst á miðnætti og má reikna með að Sunna berjist rétt upp úr miðnætti.

Hér er Greenway að fá sér húðflúr beint eftir bardaga.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular