0

Sunna og Ashley Greenway báðar í tilsettri þyngd

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Formleg vigtun fyrir Invicta FC 19 fór fram rétt í þessu. Bæði Sunna og andstæðingur hennar, Ashley Greenway, náðu tilsettri þyngd.

Bardaginn fer fram í 115 punda strávigt kvenna. Sunna var 115,3 pund eða 52,3 kg. Ashley Greenway var einnig 115,3 pund og er því fátt sem kemur í veg fyrir bardaga þeirra á morgun.

Formlega vigtunin var í morgun en í kvöld verður gervivigtun fyrir áhorfendur. Vigtunin hefst á miðnætti á íslenskum tíma en hægt verður að horfa á vigtuninni í beinni útsendingu á Fight Pass rás UFC.

Sunna hefur verið að skera niður undanfarnar vikur til að komast í 52 kílóin. Sunna þurfti ekki að taka mikið af sér í baðinu í morgun og þurfti aðeins að skafa af sér 1,5 kg.

Bardagi Sunnu verður fyrsti bardagi kvöldsins á Invicta FC 19. Bardagakvöldið hefst á miðnætti og má því búast við að bardagi hennar hefjist fljótlega eftir miðnætti. Hægt er að horfa á bardagann á Fight Pass rás UFC.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.