Saturday, April 20, 2024
HomeErlentRoss Pearson mætir James Krause í Belfast

Ross Pearson mætir James Krause í Belfast

pearson-krauseUFC var að bæta við einum bardaga á bardagakvöldið í Belfast í nóvember. Gunnar Nelson er auðvitað í aðalbardaganum en fyrr um kvöldið mætast þeir Ross Pearson og James Krause.

Bardagi Pearson og Krause fer fram í léttvigt og má búast við að hann verði ofarlega á bardagakvöldinu. Kapparnir áttu að mætast í júlí í sumar en Krause neyddist til að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Will Brooks kom í hans stað og mátti Pearson sætta sig við tap.

Pearson hefur verið duglegur í ár en þetta verður fimmti bardaginn hans á þessu ári. Pearson barðist tvisvar í júlí en Pearson tapaði síðast fyrir Jorge Masvidal á UFC 201.

James Krause hefur unnið tvo bardaga í röð en síðast vann hann Shane Campbell í febrúar á þessu ári. Krause er með fjóra sigra og þrjú töp í UFC en hann æfir hjá Glory MMA ásamt Zak Cummings.

Bardagakvöldið er hægt og rólega að taka á sig mynd en nú hafa fjórir bardagar verið staðfestir á kvöldið.

Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Dong Hyun Kim
Fluguvigt: Neil Seery gegn Ian McCall
Léttvigt: Ross Pearson gegn James Krause
Strávigt kvenna: Amanda Cooper gegn Anna Elmose

Seinni forsalan fyrir bardagakvöldið hófst í dag fyrir áskrifendur af fréttabréfi UFC. Hægt er að nálgast miða hér en kóðinn er UFCBELFAST.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular