spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvaða bardagar eru spennandi í Kaupmannahöfn?

Hvaða bardagar eru spennandi í Kaupmannahöfn?

UFC er með sitt fyrsta bardagakvöld í Danmörku á laugardaginn. Allra augu Íslendinga beinast að Gunnari Nelson en hér skoðum við aðeins hina bardagana sem gætu verið spennandi.

Gunnar Nelson mætir Gilbert Burns á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn á morgun. Bardaginn er þriðji síðasti bardagi kvöldsins en 13 bardagar eru á dagskrá.

Millivigt: Jack Hermansson gegn Jared Cannonier

Aðalbardagi kvöldsins er að sjálfsögðu spennandi. Hérna snýst allt um sænska Norðmanninn Jack Hermansson en hann hefur verið á virkilega góðu skriði undanfarið og unnið fjóra bardaga í röð. Síðast vann Hermansson hinn brasilíska Ronaldo ‘Jacare’ Souza og er það risastór rós í hnappagatið hjá Hermansson. Cannonier er búinn að vinna tvo bardaga í röð í millivigt, nú síðast goðsögnina Anderson Silva, en sá sigur var ekki eins glæsilegur og sigur Hermansson. Flottur bardagi en Hermansson er sigurstranglegri.

Léttþungavigt: Ion Cutelaba gegn Khalil Rountree Jr.

Alltaf gaman að sjá stóra stráka slást en þessi bardagi fer fram í léttþungavigt. Khalil hefur verið flottur undanfarið en Cutelaba er mjög misjafn. Þessi gæti orðið mjög skemmtilegur.

Léttþungavigt: Michel Oleksiejczuk gegn Ovince St. Preux

Annar bardagi í léttþungavigt. Ovince St. Preux er á niðurleið og hér er verið að nota hann til að prófa hvort hinn 24 ára gamli Michel sé tilbúinn í topp 15 andstæðinga. Ætti að vera skemmtilegt en OSP er töluvert reynslumeiri en Michel.

Veltivigt: Nicolas Dalby gegn Alex ‘Cowboy’ Oliveira

Þetta gæti orðið skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Daninn Nicolas Dalby er vinsæll og mun fá frábæran stuðning í höllinni. Oliveira kemur inn sem vondi kallinn í þennan bardaga og hann á auðvelt með að spila það hlutverk. Ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda tveir menn sem gefa ekkert eftir.

Veltivigt: Siyar Bahadurzada gegn Ismail Naurdiev

Áhugaverður bardagi í veltivigt. Naurdiev kallar sig austurrískan Wonderboy og Siyar er þekktur fyrir stórar bombur. Gæti orðið mjög skemmtilegur standandi bardagi milli tveggja ólíkra stíla.

Bantamvigt kvenna: Macy Chiasson gegn Lina Lansberg

Eini kvennabardagi kvöldsins. Lina Lansberg er svo sem ekki merkileg bardagakona enda bara 3-3 í UFC og orðin 37 ára gömul. Chiasson er hins vegar mjög spennandi í bantamvigt kvenna. Hún er 6-0 á ferli sínum en hefur unnið fyrstu tvo bardaga sína í UFC mjög sannfærandi. Verður spennandi að sjá hvort að Chiasson komist í gegnum þá sænsku.

Léttþungavigt: Lando Vannata gegn Marc Diakiese

Það er ekki langt síðan báðum var spáð mikilli velgengni í UFC en hvorugum hefur tekist að fylgja eftir góðri byrjun. Vannata átti frábæra frumraun þrátt fyrir tap þegar hann mætti Tony Ferguson í fyrsta bardaganum sínum. Hann rotaði síðan John Madkessi með eitt af rothöggum ársins 2016 en síðan þá hefur hann bara unnið einn bardaga. Diakiese vann fyrstu þrjá bardaga sína en tapaði síðan þremur í röð. Hann komst aftur á sigurbraut í mars og gæti þetta orðið skemmtilegur bardagi.

Léttþungavigt: Jack Shore gegn Nohelin Hernandez

Það er mikið hæp á bakvið Jack Shore en hann er 11-0 sem atvinnumaður og var 12-0 sem áhugamaður. Nú er hann kominn á stóra sviðið og spurning hvort hann hafi það sem til þarf til að fara alla leið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular