0

The Grind with Gunnar Nelson: 3. þáttur

Gunnar Nelson berst í kvöld gegn Gilbert Burns á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn. Í nýjasta videobloggi Mjölnis fyrir bardagann má kíkja á bakvið tjöldin í niðurskurðinum fyrir bardagann.

Gunnar Nelson og Gilbert Burns náðu báðir vigt í gær. Niðurskurðurinn var auðveldur eins og vanalega fyrir Gunnar og þurfti hann bara að taka létta gufu í gærmorgun til að vera í tilsettri þyngd.

Gunnar hitti líka UFC lýsendurna á fimmtudeginum í léttu spjalli og tók svo stutta æfingu um kvöldið. Niðurskurðurinn á föstudeginum var auðveldur en lyfturnar á hótelinu voru ekki að virka sem skildi og þurfti Gunnar að taka stigann sem fór ekki alveg eins og búist var við.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.