spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvar er hægt að horfa á Gunnar Nelson?

Hvar er hægt að horfa á Gunnar Nelson?

gunnar nelson conor mcGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Í aðalbardaga UFC Fight Night 46 takast á þeir Conor McGregor og Diego Brandao. Það er þó ekki það sem flestir Íslendingar eru spenntir fyrir því í hinum aðalbardaga kvöldsins tekst Gunnar Nelson á við Zak Cummings. Við á MMA fréttum ætlum aðeins að fara yfir hvar er hægt að nálgast bardagann.

Kvöldið fer fram þann 19. júlí og byrja fyrstu bardagarnir kl 16:30 að íslenskum tíma. Aðalhluti bardagakvöldsins (síðustu fjórir bardagarnir) byrjar kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gunnar og Cummings eru næst seinastir á bardagakvöldinu svo það má búast við að bardagi þeirra byrji kl 20.

Þar sem hægt er að nálgast bardagann:

UFC Fight Pass – Gríðarlega sniðugt fyrir alla MMA aðdáendur. UFC bíður upp á sjö daga fría áskrift sem hentar fullkomlega fyrir aðdáendur sem vilja horfa á bardagakvöldið 19. júlí. Mánaðaráskrift kostar um 1.200 krónur og árið kostar um 930 krónur á mánuði.

Stöð 2 Sport – Útsendingin hefst klukkan 19:00 og endar 22:00.

Smárabíó – Bardagakvöldið verður sýnt í hámarks mynd-og hljóðgæðum. Miðaverð er 2.500 krónur og hægt er að nálgast miða á eMidi.is hér.

Bjarni Fel – Sportbarinn Bjarni Fel sýnir ávallt alla UFC viðburði og verður engin undantekning á UFC Fight Night 46.

Sportvitinn á Akureyri – Fyrir þá sem eru fyrir norðan heiða geta skellt sér á Sportvitann en þeir munu sýna bardagann.

BT Sport – Þeir sem hafa aðgang að gervihnattadisk geta horft á bardagakvöldið á BT Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular