Gunnar Nelson mætir Gilbert Burns á laugardaginn á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn. En hvenær byrja bardagarnir?
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 15:00 á Fight Pass rás UFC. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst síðan kl. 18:00 á íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Fight Pass.
Gunnar er í 3. síðasta bardaga kvöldsins og ætti því að byrja í kringum 19:30 leytið. Það er samt aldrei hægt að segja með fullri vissu hvenær Gunnar berst enda veltur það á hversu fljótt bardagarnir á undan klárast. Hér að neðan má sjá hvaða bardagar eru á dagskrá.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 18:00 á Stöð 2 Sport)
Millivigt: Jack Hermansson gegn Jared Cannonier
Léttvigt: Mark Madsen gegn Danilo Belluardo
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Gilbert Burns
Léttþungavigt: Ion Cuțelaba gegn Khalil Rountree Jr.
Léttþungavigt: Michał Oleksiejczuk gegn Ovince Saint Preux
Veltivigt: Nicolas Dalby gegn Alex Oliveira
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 15:00)
Millivigt: Alen Amedovski gegn John Phillips
Millivigt: Alessio Di Chirico gegn Makhmud Muradov
Veltivigt: Siyar Bahadurzada gegn Ismail Naurdiev
Fjaðurvigt: Brandon Davis gegn Giga Chikadze
Bantamvigt kvenna: Macy Chiasson gegn Lina Länsberg
Léttvigt: Lando Vannata gegn Marc Diakiese
Bantamvigt: Jack Shore gegn Nohelin Hernandez