0

Hvenær berst Sunna? Hvar er hægt að sjá bardagann?

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir verður í kvöld fyrsta íslenska konan til að berjast atvinnubardaga í MMA. Hún mætir þá Ashley Greenway en hvenær byrjar bardaginn?

Bardagi Sunnu og Greenway er fyrsti bardagi kvöldsins en átta bardagar verða á dagskrá. Útsendingin frá bardagakvöldinu byrjar á miðnætti á íslenskum tíma og ætti Sunna því að byrja fljótlega eftir miðnætti.

Hægt verður að horfa á bardagann á Fight Pass rás UFC. Þeir sem eru áskrifendur af rásinni borga ekkert aukalega fyrir að horfa á Invicta bardagakvöldið en mánaðargjaldið eru tæpar 700 kr á mánuði ef valið er að gerast áskrifandi í 12 mánuði. Þá er einnig hægt að taka sjö daga prufuáskrift sem kostar ekkert en einungis er hægt að næla sér í prufuáskrift einu sinni.

Það er engin sjónvarpsstöð í Evrópu sem sýnir bardagakvöldið og því er þetta besta leiðin fyrir bardagaaðdáendur hér heima.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.