0

Sunna gengur í búrið undir víkingatónum

Sunna Rannveig Davíðsdóttir

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir keppir sinn fyrsta atvinnubardaga í kvöld þegar hún mætir Ashley Greenway. Sunna mun ganga í búrið undir víkingatónum.

Bardaginn fer fram á Invicta FC 19 bardagakvöldinu í Kansas í Bandaríkjunum. Bardagi Sunnu og Greenway er fyrsti bardagi kvöldsins en bardagakvöldið hefst á miðnætti. Reikna má með að Sunna berjist rétt upp úr miðnætti.

Þegar Sunna gengur í búrið mun hún ganga undir laginu If I had a Heart með Fever Ray. „Það er góður víkingafílingur í laginu og mér finnst skemmtilegt hvað það er dark,“ segir Sunna um lagavalið.

Það er líka ákveðin kaldhæðni í titli lagsins enda Sunna þekkt fyrir að vera með stórt hjarta.

Lagið er þekkt sem „Vikings lagið“ enda í upphafsstefi þáttanna vinsælu. Lagið má hlusta á hér að neðan og ljóst að spennan fyrir kvöldinu er heldur betur farin að magnast.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.