UFC 208 fer fram í kvöld þar sem Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá hvenær bardagarnir byrja í kvöld.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna fer fram í kvöld á UFC 208 þegar þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast um titilinn. Sigurvegarinn verður fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í sögu UFC. Þá má ekki gleyma því að gamla brýnið Anderson Silva mætir Derek Brunson í kvöld. Hér má sjá þá bardaga sem framundan eru og hvenær þeir byrja.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 3 á Stöð 2 Sport)
Titilbardagi í fjaðurvigt í kvöld: Holly Holm gegn Germaine de Randamie
Millivigt: Anderson Silva gegn Derek Brunson
Millivigt: Ronaldo Souza gegn Tim Boetsch
Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Jared Cannonier
Léttvigt: Dustin Poirier gegn Jim Miller
Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast kl 1)
Veltivigt: Randy Brown gegn Belal Muhammad
Fluguvigt: Wilson Reis gegn Ulka Sasaki
Léttvigt: Nik Lentz gegn Islam Makhachev
Fluguvigt: Ian McCall gegn Jarred Brooks
UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)
Fjaðurvigt: Phillipe Nover gegn Rick Glenn
Veltivigt: Ryan LaFlare gegn Roan Carneiro