0

Hvenær byrjar UFC 218?

UFC 218 fer fram í kvöld þar sem þeir Max Holloway og Jose Aldo mætast í aðalbardaga kvöldsins. Gríðarlega margar spennandi viðureignir fara fram á kvöldinu en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23:15 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér má sjá þá bardaga sem verða á dagskrá í nótt.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 3 á Stöð 2 Sport)

Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway gegn José Aldo
Þungavigt: Alistair Overeem gegn Francis Ngannou
Fluguvigt: Henry Cejudo gegn Sergio Pettis
Léttvigt: Eddie Alvarez gegn Justin Gaethje
Strávigt kvenna: Tecia Torres gegn Michelle Waterson

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast kl 1)

Léttvigt: Charles Oliveira gegn Paul Felder
Veltivigt: Alex Oliveira gegn Yancy Medeiros
Léttvigt: David Teymur gegn Drakkar Klose
Strávigt kvenna: Felice Herrig gegn Cortney Casey

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 23:15)

Veltivigt: Abdul Razak Alhassan gegn Sabah Homasi
Léttþungavigt: Jeremy Kimball gegn Dominick Reyes
Þungavigt: Justin Willis gegn Allen Crowder
Strávigt kvenna: Amanda Cooper gegn Angela Magana

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.