spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC 224?

Hvenær byrjar UFC 224?

UFC 224 fer fram í kvöld þar sem þær Amanda Nunes og Raquel Pennington mætast í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá hvenær bardagakvöldið hefst og hvaða bardagar eru á dagskrá.

Bantamvigtartitill kvenna er í húfi en ríkjandi meistari Amanda Nunes getur varið beltið í þriðja sinn. Fyrsti bardagi kvöldins hefst kl. 22:15 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér má sjá þá bardaga sem verða á dagskrá í kvöld.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2)

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Raquel Pennington
Millivigt: Ronaldo Souza gegn Kelvin Gastelum
Hentivigt (123 pund): Mackenzie Dern gegn Amanda Cooper
Bantamvigt: John Lineker gegn Brian Kelleher
Millivigt: Vitor Belfort gegn Lyoto Machida

FX upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Millivigt: Cezar Ferreira gegn Karl Roberson
Þungavigt: Oleksiy Oliynyk gegn Júnior Albini
Léttvigt: Davi Ramos gegn Nick Hein
Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos gegn Sean Strickland

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:15)

Veltivigt: Warlley Alves gegn Sultan Aliev
Millivigt: Thales Leites gegn Jack Hermansson
Veltivigt: Alberto Mina gegn Ramazan Emeev
Millivigt: Markus Perez gegn James Bochnovic

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular