UFC 232 fer fram í kvöld í Los Angeles þar sem tveir stórir titilbardagar verða á dagskrá. Hér má sjá þá bardaga sem verða á dagskrá og hvenær bardagarnir byrja.
Það hefur nóg verið ritað um umdeilt lyfjapróf Jon Jones. Hann mun þrátt fyrir það berjast í kvöld gegn Alexander Gustafsson um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins. Cris ‘Cyborg’ Justino mun svo freista þess að sigra bantamvigtarmeistarann Amöndu Nunes í næstsíðasta bardaga kvöldsins.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:15 á Fight Pass rás UFC en allir upphitunarbardagarnir eru aðgengilegir þar. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst svo kl. 3 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3)
Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Alexander Gustafsson
Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Cris Cyborg gegn Amanda Nunes
Veltivigt: Carlos Condit gegn Michael Chiesa
Léttþungavigt: Ilir Latifi gegn Corey Anderson
Fjaðurvigt: Chad Mendes gegn Alexander Volkanovski
Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast kl. 1)
Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Walt Harris
Fjaðurvigt kvenna: Cat Zingano gegn Megan Anderson
Bantamvigt: Douglas Silva de Andrade gegn Petr Yan
Léttvigt: B.J. Penn gegn Ryan Hall
UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:15)
Bantamvigt: Andre Ewell gegn Nathaniel Wood
Millivigt: Uriah Hall gegn Bevon Lewis
Veltivigt: Curtis Millender gegn Siyar Bahadurzada
Hentivigt (137 pund): Brian Kelleher gegn Montel Jackson