spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC 234?

Hvenær byrjar UFC 234?

UFC 234 fer fram í nótt í Melbourne í Ástralíu. Bardagarnir eru á sunnudegi í Ástralíu en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja á íslenskum tíma.

Þeir Robert Whittaker og Kelvin Gastelum mætast í kvöld í aðalbardaga kvöldsins á UFC 234. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:30í kvöld en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allir upphitunarbardagarnir eru aðgengilegir á Fight Pass rás UFC. Þess má geta að fyrsti bardaginn er að hefjast kl. 10:30 á sunnudagsmorgni í Ástralíu en það hefur aldrei komið í veg fyrir að Ástralarnir skemmti sér konunglega yfir bardagakvöldunum þar. Hér má sjá þá bardaga sem eru á dagskrá í nótt

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Millivigt: Robert Whittaker gegn Kelvin Gastelum
Millivigt: Israel Adesanya gegn Anderson Silva
Bantamvigt: Rani Yahya gegn Ricky Simon
Fluguvigt kvenna: Montana De La Rosa gegn Nadia Kassem
Léttþungavigt: Jim Crute gegn Sam Alvey

ESPN upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)

Léttvigt: Devonte Smith gegn Dong Hyun Ma
Fjaðurvigt: Shane Young gegn Austin Arnett
Fluguvigt: Kai Kara-France gegn Raulian Paiva
Bantamvigt: Teruto Ishihara gegn Kyung Ho Kang

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:30)

Léttvigt: Lando Vannata gegn Marcos Rosa Mariano
Léttvigt: Callan Potter gegn Jalin Turner
Bantamvigt: Wuliji Buren gegn Jonathan Martinez

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular