UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Þeir Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier mætast í aðalbardaga kvöldsins og eru bardagarnir á góðum tíma hér heima.
Þrátt fyrir að þetta sé Pay Per View kvöld hjá UFC er bardagakvöldið samt á eðlilegum staðartíma í Abu Dhabi. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst því kl. 14:15 á Fight Pass rás UFC á íslenskum tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 á Stöð 2 Sport 2.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 18:00)
Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Dustin Poirier
Léttvigt: Edson Barboza gegn Paul Felder
Léttvigt: Islam Makhachev gegn Davi Ramos
Þungavigt: Curtis Blaydes gegn Shamil Abdurakhimov
Léttvigt: Mairbek Taisumov gegn Carlos Diego Ferreira
FX upphitunarbardagar (hefjast kl. 16:00)
Fluguvigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Andrea Lee
Fjaðurvigt: Zubaira Tukhugov gegn Lerone Murphy
Bantamvigt kvenna: Liana Jojua gegn Sarah Moras
Léttvigt: Ottman Azaitar gegn Teemu Packalén
UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 14:15)
Veltivigt: Belal Muhammad gegn Takashi Sato
Veltivigt: Nordine Taleb gegn Muslim Salikhov
Millivigt: Omari Akhmedov gegn Zak Cummings
Léttvigt: Don Madge gegn Fares Ziam