UFC 245 fer fram í kvöld og er bardagakvöldið risastórt! Þrír titilbardagar eru á dagskrá en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja í kvöld.
Þeir Kamaru Usman og Colby Covington berjast um veltivigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins. Max Holloway mætir síðan Alexander Volkanovski um fjaðurvigtartitilinn í hörku bardaga. Tvöfaldi meistarinn Amanda Nunes mætir síðan Germaine de Randamie um bantamvigtartitil kvenna.
Auk þessara þriggja titilbardaga verður frumraun Jose Aldo í bantamvigt á dagskrá. Það verður gríðarlega áhugavert að sjá hvernig Aldo kemur til leiks í nýjum flokki. Urijah Faber snéri aftur í MMA í sumar eftir að hafa lagt hanskana á hilluna 2016. Faber mætir Petr Yan í nótt og gæti þetta endað illa fyrir reynsluboltann Faber.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:30 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hér má sjá þá bardaga sem eru á dagskrá.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)
Titilbardagi í veltivigt: Kamaru Usman gegn Colby Covington
Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway gegn Alexander Volkanovski
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Germaine de Randamie
Bantamvigt: Marlon Moraes gegn José Aldo
Bantamvigt: Petr Yan gegn Urijah Faber
ESPN2 upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)
Veltivigt: Geoff Neal gegn Mike Perry
Bantamvigt kvenna: Ketlen Vieira gegn Irene Aldana
Millivigt: Ian Heinisch gegn Omari Akhmedov
Veltivigt: Matt Brown gegn Ben Saunders
UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:30)
Fjaðurvigt: Chase Hooper gegn Daniel Teymur
Fluguvigt: Brandon Moreno gegn Kai Kara-France
Hentivigt (131 pund*): Jessica Eye gegn Viviane Araújo
Millivigt: Punahele Soriano gegn Oskar Piechota
*Jessica Eye náði ekki vigt.