
Tveir Íslendingar berjast á Golden Ticket bardagakvöldinu í kvöld. Báðir eru að berjast sína fyrstu MMA bardaga.
Golden Ticket 13 fer fram í Birmingham í kvöld og eru tveir Íslendingar meðal bardagamanna á kvöldinu en báðir keppa fyrir hönd Mjölnis.
Sigursteinn Óli Ingólfsson berst í fyrsta bardaga kvöldsins en Sigursteinn er aðeins tvítugur. Sigursteinn mætir Michael Jones (2-0) í 61 kg bantamvigt en upphaflega átti Sigursteinn að fá annan andstæðing í fluguvigt. Sá andstæðingur meiddist og kom Jones inn með tveggja daga fyrirvara.
Venet Banushi mætir CJ Ward í 70 kg léttvigt en þetta er fyrsti MMA bardagi beggja.

Bardagarnir byrja kl. 17 á íslenskum tíma og er Sigursteinn í fyrsta bardaga kvöldsins. Venet er síðan í sjötta bardaga kvöldsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana hér fyrir 6,99 pund (1.150 ISK).
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023