0

UFC staðfestir nokkra bardaga

UFC var með blaðamannafund í gær í Las Vegas. Þar staðfesti UFC nokkra bardaga.

Jon Jones, Dominick Reyes, Valentina Shevchenko og Katlyn Chookagian mættu á blaðamannafundinn en upphaflega var talið að Khabib Nurmagomedov, Conor McGregor, Donald Cerrone og Tony Ferguson myndu vera viðstaddir. Jones mætir Reyes þann 8. febrúar á UFC 247 en sama kvöld mætast þær Shevchenko og Chookagian.

UFC staðfesti loksins bardaga Conor McGregor og Donald Cerrone. Bardaginn fer fram í Las Vegas þann 18. janúar.

Bardagi Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov var einnig staðfestur.

Þá var fyrsta titilvörn Weili Zhang staðfest.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.