Saturday, May 4, 2024
HomeErlentJose Aldo búinn að ná vigt

Jose Aldo búinn að ná vigt

Formleg vigtun fyrir UFC 245 fer nú fram. Jose Aldo er þegar búinn að ná vigt og tveir titilbardagar eru staðfestir.

Formleg vigtun fer fram frá 9 til 11 á föstudagsmorgni daginn fyrir bardagann á hóteli bardagamanna. Vigtunin fór hratt af stað og voru margir bardagamenn tilbúnir að vigta sig inn þegar vigtunin byrjaði.

Þær Amanda Nunes og Germaine de Randamie mætast um bantamvigtartitil kvenna en þær hafa báðar náð vigt. Max Holloway og Alexander Volkanovski mætast um fjaðurvigtartitilinn en þeir hafa einnig náð vigt. Tveir af þremur titilbardögum kvöldsins eru því staðfestir. Veltivigtarmeistarinn Kamaru Usman var mættur snemma og náði vigt. Colby lét aðeins bíða eftir sér en náði vigt engu að síður.

Jose Aldo náði vigt fyrir sinn fyrsta bardaga í bantamvigt. Aldo var 136 pund í vigtuninni en margir höfðu áhyggjur af því að hann myndi ekki ná vigt.

UFC 245 fer fram annað kvöld í Las Vegas þar sem þrír titilbardagar verða á dagskrá

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular