UFC 257 fer fram um helgina þar sem Conor McGregor mætir Dustin Poirier. Hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
UFC 257 fer fram í nótt (aðfaranótt sunnudags) en bardagarnir verða snemma á sunnudagsmorgni í Abu Dhabi. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti á íslenskum tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Alla bardagana er hægt að sjá á ViaPlay með íslenskri lýsingu og Fight Pass rás UFC.
Sjá einnig: Bardaginn hjá Conor bæði á ViaPlay og Fight Pass
Allt snýst um Conor McGregor en hann er í síðasta bardaga kvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00, aðfaranótt sunnudags, en það fer eftir því hve snemma bardagarnir á undan klárast hvenær Conor stígur í búrið. Conor ætti því að byrja um 4:30 til 5:30.
Hér að neðan má sjá bardaga kvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)
Léttvigt: Dustin Poirier gegn Conor McGregor
Léttvigt: Dan Hooker gegn Michael Chandler
Fluguvigt kvenna: Jessica Eye gegn Joanne Calderwoo
Strávigt kvenna: Marina Rodriguez gegn Amanda Ribas
Millivigt: Andrew Sanchez gegn Makhmud Muradov
ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefst kl. 1:00)
Hentivigt (157 pund*): Matt Frevola gegn Arman Tsarukyan
Millivigt: Brad Tavares gegn Antônio Carlos Júnior
Bantamvigt kvenna: Julianna Peña gegn Sara McMann
Léttþungavigt: Khalil Rountree Jr. gegn Marcin Prachnio
ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)
Hentivigt (150 pund): Movsar Evloev gegn Nik Lentz
Fluguvigt: Amir Albazi gegn Zhalgas Zhumagulov
*Tsarukyan náði ekki vigt