spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC 257? Hvenær berst Conor?

Hvenær byrjar UFC 257? Hvenær berst Conor?

UFC 257 fer fram um helgina þar sem Conor McGregor mætir Dustin Poirier. Hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

UFC 257 fer fram í nótt (aðfaranótt sunnudags) en bardagarnir verða snemma á sunnudagsmorgni í Abu Dhabi. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti á íslenskum tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Alla bardagana er hægt að sjá á ViaPlay með íslenskri lýsingu og Fight Pass rás UFC.

Sjá einnig: Bardaginn hjá Conor bæði á ViaPlay og Fight Pass

Allt snýst um Conor McGregor en hann er í síðasta bardaga kvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00, aðfaranótt sunnudags, en það fer eftir því hve snemma bardagarnir á undan klárast hvenær Conor stígur í búrið. Conor ætti því að byrja um 4:30 til 5:30.

Hér að neðan má sjá bardaga kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Léttvigt: Dustin Poirier gegn Conor McGregor
Léttvigt: Dan Hooker gegn Michael Chandler
Fluguvigt kvenna: Jessica Eye gegn Joanne Calderwoo
Strávigt kvenna: Marina Rodriguez gegn Amanda Ribas
Millivigt: Andrew Sanchez gegn Makhmud Muradov           

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefst kl. 1:00)

Hentivigt (157 pund*): Matt Frevola gegn Arman Tsarukyan
Millivigt: Brad Tavares gegn Antônio Carlos Júnior
Bantamvigt kvenna: Julianna Peña gegn Sara McMann
Léttþungavigt: Khalil Rountree Jr. gegn Marcin Prachnio     

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Hentivigt (150 pund): Movsar Evloev gegn Nik Lentz
Fluguvigt: Amir Albazi gegn Zhalgas Zhumagulov

*Tsarukyan náði ekki vigt

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular