UFC 260 fer fram í kvöld þar sem barist verður upp á þungavigtartitil UFC í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
Aðalbardagi kvöldsins er endurat en Stipe Miocic sigraði Francis Ngannou í janúar 2018. Síðan þá hefur Ngannou unnið sig upp í annan titilbardaga og verður spennandi að sjá hvort hann geti betur en síðast.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Áskrifendur á Ultimate Annual á Fight Pass rás UFC geta horft á alla bardaga kvöldsins en aðalhluti bardagakvödsins er einnig sýndur á Viaplay með íslenskri lýsingu.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)
Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Francis Ngannou
Veltivigt: Tyron Woodley gegn Vicente Luque
Bantamvigt: Sean O’Malley gegn Thomas Almeida
Fluguvigt kvenna: Gillian Robertson gegn Miranda Maverick
Léttvigt: Jamie Mullarkey gegn Khama Worthy
ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)
Hentivigt (206,5 pund*): Alonzo Menifield gegn Fabio Cherant
Veltivigt: Jared Gooden gegn Abubakar Nurmagomedov
Léttþungavigt: Modestas Bukauskas gegn Michał Oleksiejczuk
Fjaðurvigt: Shane Young gegn Omar Morales
ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagi (hefst kl. 23:30)
Millivigt: Marc-André Barriault gegn Abu Azaitar
*Fabio Cherant náði ekki vigt