Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFrancis Ngannou 13 kg þyngri en Stipe Miocic

Francis Ngannou 13 kg þyngri en Stipe Miocic

Vigtunin fyrir UFC 260 fer fram um þessar mundir. Francis Ngannou var mun þyngri en ríkjandi meistari í vigtuninni í dag.

Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic mætir Francis Ngannou í aðalbardaga kvöldsins á UFC 260. Miocic var í léttari kantinum í vigtunnni í dag en hann var 234 pund eða 106 kg. Þetta er annar bardaginn í röð þar sem Miocic vigtar sig inn í kringum 104 kg en í fyrri bardaganum gegn Ngannou var hann um 112 kg.

Francis Ngannou var töluvert þyngri eða 263 pund sem eru um 119,3 kg. Það var því 13 kg munur á þeim í vigtuninni í dag. Ngannou hefur ekki verið svona þungur síðan í fyrri bardaganum við Miocic en þá var hann einnig 263 pund en Ngannou var 261,5 pund fyrir hans síðasta bardaga gegn Jairzinho Rozenstruik.

Eins og áður segir fer vigtunin fram sem stendur og hefur allt gengið að óskum. Allir bardagamennirnir á aðalhluta bardagakvöldsins hafa náð vigt og eiga aðeins tveir bardagamenn (Fabio Cherant og Jared Gooden) eftir að vigta sig inn þegar þetta er skrifað.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular