UFC 264 fer fram í kvöld þar sem þeir Conor McGregor og Dustin Poirier mætast í aðalbardaga kvöldsins. 13 bardagar eru á dagskrá í kvöld en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
Þeir Conor og Dustin Poirier klára trílogíu sína í kvöld fyrir framan fulla höll af áhorfendum í T-Mobile Arena í Las Vegas.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:15 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Conor og Poirier eru í síðasta bardaga kvöldsins og má því reikna með að bardaginn byrji kl. 3:30 í fyrsta lagi og 4:30 í síðasta lagi. Það veltur á hve snemma bardagarnir á undan klárast.
Viaplay sýnir alla bardagana í kvöld með íslenskri lýsingu og kostar Pay Per Viewið 6.990 kr. fyrir áskrifendur á Viaplay Total. Áskrifendur á Ultimate Annual á Fight Pass rás UFC geta horft á alla bardaga kvöldsins
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)
Léttvigt: Dustin Poirier gegn Conor McGregor
Veltivigt: Gilbert Burns gegn Stephen Thompson
Þungavigt: Tai Tuivasa gegn Greg Hardy
Hentivigt (139,5 pund*): Irene Aldana gegn Yana Kunitskaya
Bantamvigt: Sean O’Malley gegn Kris Moutinho
ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)
Veltivigt: Carlos Condit gegn Max Griffin
Veltivigt: Niko Price gegn Michel Pereira
Fjaðurvigt: Ryan Hall gegn Ilia Topuria
Millivigt: Trevin Giles gegn Dricus du Plessis
ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:15)
Fluguvigt kvenna: Jennifer Maia gegn Jessica Eye
Millivigt: Omari Akhmedov gegn Brad Tavares
Fluguvigt: Zhalgas Zhumagulov gegn Jerome Rivera
Millivigt: Hu Yaozong gegn Alen Amedovski
*Aldana náði ekki vigt.