
Þrír bardagamenn frá Mjölni keppa MMA bardaga í Póllandi í dag. Samkvæmt mótshöldurum verða bardagarnir í beinni á Youtube í dag.
Þeir Bjarki Eyþórsson, Aron Franz Bergmann Kristjánsson og Daniel Alot berjast á Contender Fight Night í Póllandi í dag. Allir keppa þeir áhugamannabardaga í MMA.
Sjá einnig: Þrír Mjölnismenn berjast í Póllandi
Bardagakvöldið hefst kl. 16:00 á íslenskum tíma og er Bjarki Eyþórsson í 2. bardaga dagsins. Daniel Alot er síðan í 4. bardaganum og Aron Franz í 5. bardaganum.
Samkvæmt Contender Fight Series verða bardagarnir á Youtube hér kl. 16:00.
UPPFÆRT
Það er smá töf á bardagakvöldinu og hefst fyrsti bardagi kl. 17:15 á íslenskum tíma.

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023