spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvenær byrjar UFC 272?

Hvenær byrjar UFC 272?

UFC 272 fer fram í nótt þar sem þeir Colby Covington og Jorge Masvidal mætast í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá hvenær bardagarnir byrja í nótt.

Það er enginn titilbardagi á dagskrá í kvöld. Aðalbardagi kvöldsins er því fimm lotu aðalbardagi í veltivigt og mikilvægur fyrir báða enda fyrrum vinir. Næstsíðasti bardagi kvöldsins á milli Rafael dos Anjos og Renato Moicano er einnig fimm lotu bardagi þó enginn titill sé í húfi. Upphaflega átti dos Anjos að mæta Rafael Fiziev í aðalbardaganum á minna bardagakvöldi í febrúar en vandræði með vegabréfsáritun Fiziev gerði það að verkum að bardaginn var færður um nokkrar vikur og því ennþá fimm lotu bardagi.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:00 og aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Áskrifendur á Ultimate Annual á Fight Pass rás UFC geta horft á alla bardaga kvöldsins en aðalhluti bardagakvöldsins er einnig sýndur á Viaplay með íslenskri lýsingu.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Veltivigt: Colby Covington gegn Jorge Masvidal
Hentivigt (160 pund): Rafael dos Anjos gegn Renato Moicano 
Fjaðurvigt: Edson Barboza gegn Bryce Mitchell
Veltivigt: Kevin Holland gegn Alex Oliveira
Þungavigt: Sergey Spivak gegn Greg Hardy

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)

Léttvigt: Jalin Turner gegn Jamie Mullarkey 
Strávigt kvenna: Marina Rodriguez gegn Yan Xiaonan 
Léttþungavigt: Nicolae Negumereanu gegn Kennedy Nzechukwu
Fluguvigt kvenna: Maryna Moroz gegn Mariya Agapova

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:00)

Fjaðurvigt: Brian Kelleher gegn Umar Nurmagomedov
Fluguvigt: Tim Elliott gegn Tagir Ulanbekov 
Léttvigt: Devonte Smith gegn Ľudovít Klein
Léttþungavigt: Michał Oleksiejczuk gegn Dustin Jacoby

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular