Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 272

Spá MMA Frétta fyrir UFC 272

UFC 272 fer fram í kvöld þar sem fyrrum vinirnir Jorge Masvidal og Colby Covington mætast í aðalbardaga kvöldsins. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Veltivigt: Colby Covington gegn Jorge Masvidal

Pétur Marinó Jónsson: Gæti verið smá leiðinlegt þar sem þeir gætu núllað hvorn annan út. Colby gæti kannski átt í vandræðum með að ná Jorge niður og halda honum þar en gæti aftur á móti bara haldið honum upp við búrið sem er leiðinlegt. Það er samt svo spennandi að sjá hvað gerist af því þeir hafa tekið hundruði lota saman og þekkjast vel. Þeir vita hvað virkar og hvað ekki en eins og Kamaru Usman sagði þá er annað að vera í alvöru bardaga og að vera á æfingu. Það verður erfiðara að klára fellurnar og Jorge mun kýla fastar en á æfingu. Einnig má ekki gleyma því að Jorge var svona „stóri bróðirinn“ í vinasambandinu þar sem hann var mun meira established bardagamaður þegar Colby byrjaði.

Ef Jorge er ennþá jafn hættulegur og hann var 2019 getur hann vel meitt Colby. Colby þarf að passa sig á hvernig hann setur upp fellurnar án þess Jorge nái að lesa það. Þetta verður mjög áhugavert en ég held að Colby gerir það sem hann gerir best og nái að grinda þetta út yfir fimm lotur. Hins vegar, ef ég ætti 2.000 kr. sem ég myndi aldrei vilja sjá aftur, þá myndi ég veðja á Masvidal með rothöggi.

Brynjólfur Ingvarsson: Fannst Pétur koma með góðan punkt í Tappvarpinu um að það er erfiðara að taka menn niður í bardaga og þeir lemja fastar. Ég held samt að Colby taki hann á paceinu, grindi hann og vinni á frekar leiðinlegri dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég hef ekki séð neitt frá Masvidal sem lætur mig halda að þetta verði annað en Covington sigur. Hann mun grinda hann upp við búrið, þreyta hann og ná honum niður á endanum. Því miður því Colby er alveg vel þreyttur gaur. En hann kann að berjast og sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ég er búinn að reyna að sannfæra sjálfan mig um að Masvidal geti unnið, langar svoooo að sjá Colby tapa þessu. En ég get það ekki. Ég býst við nokkuð jöfnum bardaga standandi en takedown ógnin, þó hún virki ekki, ætti að duga Colby til sigurs. Colby á stigum.

Colby Covington: Pétur, Brynjólfur, Guttormur, Óskar
Jorge Masvidal:

Hentivigt: Rafael dos Anjos gegn Renato Moicano

Pétur Marinó Jónsson: Mjög svekkjandi að Fiziev skyldi hafa fengið Covid en eiginlega ennþá meira svekkjandi að Islam Makhachev hafi ekki tekið bardagann. Þetta lítur ekki vel út fyrir Moicano. Nýkominn til Bandaríkjanna eftir að hafa verið í fríi í Brasilíu og beint í fimm lotu bardaga. Ég held ég myndi ekki heldur tippa á hann þrátt fyrir að hann væri að koma úr frábærum æfingabúðum. Held að RDA taki hann smá í karphúsið og vinni eftir dómaraákvörðun.

Brynjólfur Ingvarsson: Moicano er að koma inn með litlum fyrirvara, er minni og Dos Anjos er með góðar fellur og pressu. Ég virði Moicano mikið fyrir að koma inn en ég held að hann verði tekinn niður nokkurn veginn að vild eftir fyrstu lotu. Dos Anjos arm triangle lota 3

Guttormur Árni Ársælsson: Lítill fyrirvari á Moicano og dos Anjos fyrrum meistari og alltaf solid. Hugsa að dos Anjos muni takast að beita fellum og ná þessu í gólfið. Dos Anjos á stigum.

Óskar Örn Árnason: Moicano hefur litið mjög vel út undanfarið. Hann er að taka þetta með stuttum fyrirvara og þarf að fara í langt flug en ég ætla að taka sénsinn á honum. RDA er 37 ára, búinn að vera frá lengi og gæti átt slæman dag. Moicano, TKO 2. lota.

Rafael dos Anjos: Pétur, Guttormur, Brynjólfur
Renato Moicano: Óskar

Fjaðurvigt: Edson Barboza gegn Bryce Mitchell

Pétur Marinó Jónsson: Klassískur striker vs. grappler bardagi. Þrátt fyrir að vera snarruglaður er Mitchell drullu góður og ósigraður á ferlinum. Hér fær hann samt stórt stökk í samkeppni sem verður áhugavert. Mitchell hefur alveg fengið nokkur högg í sig frá verri mönnum en Barboza sem boðar ekki gott. Hann hefur hins vegar alltaf náð þeim niður og gert sitt. Tippa á að Mitchell taki þetta eftir dómaraákvörðun í frekar jöfnum bardaga þar sem hann fær þó nokkur skemmtileg högg í sig.

Brynjólfur Ingvarsson: Barboza á erfitt með pressandi wrestlera. Mitchell nær honum niður og vinnur örugglega á dómaraákvörðun

Guttormur Árni Ársælsson: Bryce Mithcell er 27 ára, taplaus og með frábært jiu-jitsu en hefur kannski ekki mætt sterkustu andstæðingunum enn. Að því sögðu hefur Barboza oft átt erfitt með andstæðinga sem pressa hann afturábak og ég hugsa að það verði planið hjá Mitchell. Mitchell með rear naked choke í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Auðveldasta spá kvöldsins. Mitchell wrestlar hann í drasl og sigrar á stigum.

Edson Barboza: ..
Bryce Mitchell: Pétur, Guttormur, Brynjólfur, Óskar

Veltivigt: Kevin Holland gegn Alex Oliveira

Pétur Marinó Jónsson: Kevin Holland átti afleitt ár í fyrra eftir stórkostlegt 2020. Hann hefur þó verið duglegur að æfa og sérstaklega á móti internet tröllum. Alex Oliveira hefur ekki átt góðu gengi að fagna eftir Gunna tapið. Hérna mun Holland komast aftur á skrið og hugsa hann taki þetta með uppgjafartaki í 2. lotu.

Brynjólfur Ingvarsson: Ég vona að dómarinn verði vakandi fyrir svindli Oliveira, sem er duglegur að grípa í búr, olnboga hnakka og pota í augu. Ég held að Holland komi vel undirbúinn í frumraunina í veltivigt og noti lengdina til að vinna öruggan sigur. Holland TKO lota 3.

Guttormur Árni Ársælsson: Íslandsvinurinn Oliveira hefur sigrað tvo af seinustu átta og hefur núna tapað þrem í röð. Ég held að Holland sé slæmt matchup fyrir hann og að hann valti yfir Brassann. Holland með sigur á stigum.

Óskar Örn Árnason: Það verður áhugavert að sjá Holland í nýjum þyngdarflokki, ég held að þetta sé gott move hjá honum. Cowboy er hættulegur og bardaginn gæti orðið slugfest en ég held að Holland taki þetta, sub í fyrstu.

Kevin Holland: Pétur, Brynjólfur, Guttormur, Óskar
Alex Oliveira: ..

Þungavigt: Sergey Spivak gegn Greg Hardy

Pétur Marinó Jónsson: Greg Hardy tilraunin heldur áfram. Hardy er gífurlega stór í þungavigtinni og þarf að skera mikið niður til að komast í 266 punda hámarkið. Spivak er sennilega með þeim léttari í flokknum en er seigur. Það er ekkert glæsilegt við Spivak en ekki heldur við Hardy. Spivak er ekki nógu hættulegur til að meiða Hardy standandi að mínu mati og mun Hardy jabba sig í gegnum þrjár lotur í frekar leiðinlegum bardaga.

Brynjólfur Ingvarsson: Ég vona að Spivak nái Hardy niður og buffi hann. En líklega er Hardy of stór og lendir nokkrum þungum höggum sem koma bangsanum á rassinn. Hardy TKO lota 1.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég fæ mig ekki til að tippa á Hardy þó hann sé auðvitað gríðarlega höggþungur. Vonum að Spivak nái honum niður og refsi Hardy í þrjár lotur. Spivak á stigum.

Óskar Örn Árnason: Hversu ómerkilegur bardagi… Er ekki komið nóg af Hardy í UFC? Spivak er ekkert spes en ég fæ mig ekki til að spá Hardy. Spivak KO í fyrstu.

Sergey Spivak: Guttormur, Óskar
Greg Hardy: Pétur, Brynjólfur

Heildarstig ársins 2022:

Brynjólfur: 7-2
Óskar: 7-2
Pétur: 6-3
Guttormur: 3-6

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular