UFC er með bardaga eldsnemma á laugardagsmorgni um helgina. Barist verður um strávigtarbeltið í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
Bardagakvöldið fer fram í Shenzhen í Kína og er því á óhefðbundnum tíma. Bardagaaðdáendur þurfa að stilla vekjaraklukkuna á laugardaginn þar sem fyrsti bardaginn byrjar kl. 7 um morguninn! Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 10:00 en alla bardagana má sjá á Fight Pass rás UFC.
Fyrsta titilvörn Jessica Andrade verður á dagskrá en hún mætir henni kínversku Weili Zhang. Elizeu Zaleski dos Santos mætir síðan Li Jingliang í næstsíðasta bardaga kvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefjast kl. 10:00)
Titilbardagi í strávigt kvenna: Jéssica Andrade gegn Weili Zhang
Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos gegn Li Jingliang
Fluguvigt: Kai Kara-France gegn Mark De La Rosa
Hentivigt (129 pund): Wu Yanan gegn Mizuki Inoue
Veltivigt: Kenan Song gegn Derrick Krantz
ESPN upphitunarbardagar (hefjast kl. 7:00)
Millivigt: Anthony Hernandez gegn Jun Yong Park
Bantamvigt: Su Mudaerji gegn Andre Soukhamthath
Léttþungavigt: Da Un Jung gegn Khadis Ibragimov
Léttvigt: Damir Ismagulov gegn Thiago Moisés
Bantamvigt kvenna: Karolline Rosa Cavedo gegn Lara Fritzen Procopio
Bantamvigt: Batgerel Danaa gegn Heili Alateng