Í kvöld fer fram ansi gott bardagakvöld í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Rafael dos Anjos og Tony Ferguson en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja í kvöld.
Bardagakvöldið fer fram í Mexíkóborg í Mexíkó en borgin er hátt yfir sjávarmáli en það hefur reynst mörgum bardagamönnum erfitt.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2. Alla bardaga kvöldsins geta bardagaaðdáendur hér heima horft á í beinni útsendingu á Fight Pass rás UFC.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 2)
Léttvigt: Rafael dos Anjos gegn Tony Ferguson
Léttvigt: Diego Sanchez gegn Marcin Held
Hentivigt (155 pund)*: Ricardo Lamas gegn Charles Oliveira
Léttvigt: Martín Bravo gegn Claudio Puelles
Léttvigt: Beneil Dariush gegn Rashid Magomedov
Strávigt kvenna: Alexa Grasso gegn Heather Jo Clark
Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)
Hentivigt (138 pund)**: Érik Pérez gegn Felipe Arantes
Hentivigt (140 pund)***: Marco Beltrán gegn Joe Soto
Veltivigt: Erick Montaño gegn Max Griffin
Bantamvigt: Henry Briones gegn Douglas Silva de Andrade
Upphitunarbardagar á Fight Pass rás UFC (hefjast kl 22:30)
Millivigt: Sam Alvey gegn Alex Nicholson
Léttvigt: Marco Polo Reyes gegn Jason Novelli
Fjaðurvigt: Enrique Barzola gegn Chris Avila
*Charles Oliveira var níu pundum of þungur
**Arantes var of þungur og fær Perez 20% af launum hans
***Fyrirfram ákveðin hentivigt