0

Bellator: Davis með öruggan sigur og Sergei Kharitonov var rotaður

mcgeary-davis-bmmagraphic-750Bellator 163 fór fram í gærkvöldi þar sem m.a. var barist um léttþungavigtarbeltið. Hér má sjá nokkur af helstu tilþrifum kvöldsins.

Phil Davis átti ekki í miklum vandræðum með Liam McGeary í gær. Davis beitti fellunum vel og vann allar fimm loturnar. Davis er því léttþungavigtarmeistari Bellator en þetta var fyrsta tap McGeary á ferlinum.

Brennan Ward mætti Saad Awad í næstsíðasta bardaga kvöldsins og rotaði hann eftir 1:26 í 1. lotu. Ward og Awad skiptust á höggum þar til Awad féll niður. Þetta var níundi sigur Ward með rothöggi á ferlinum.

Gamli brýnið Sergei Kharitonov barðist sinn fyrsta bardaga í Bellator í gær. Kharitonov hefur barist í Pride, Dream og Strikeforce á löngum ferli en Bellator ferill hans byrjaði ekki vel. Eftir aðeins 16 sekúndur hafði Javy Ayala rotað hann.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.