Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Magomedsharipov vs. Kattar?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Magomedsharipov vs. Kattar?

UFC er með fínasta bardagakvöld í Rússlandi í dag. Þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 16:00 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 19:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 og Fight Pass.

Þeir Zabit og Calvin Kattar áttu upphaflega að mætast í Boston í október en Kattar kemur frá Boston. Zabit fékk hins vegar sýkingu og þurfti að fresta bardaganum um nokkrar vikur. Bardaginn var því færður frá heimaborg Kattar yfir á heimavöll Zabit.

Upphaflega áttu þeir Alexander Volkov og Junior dos Santos að mætast í aðalbardaga kvöldsins en Junior dos Santos fékk slæma sýkingu og þurfti að draga sig úr bardaganum. Í hans stað kemur Greg Hardy og var bardagi Zabit og Kattar gerður að aðalbardaga kvöldsins. Aðalbardaginn er þó bara þrjár lotur en ekki fimm eins og venjan er í aðalbardögum kvöldsins. Hér má sjá hvaða bardagar eru á dagskrá.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 19:00)

Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov gegn Calvin Kattar
Þungavigt: Alexander Volkov gegn Greg Hardy
Veltivigt: Zelim Imadaev gegn Danny Roberts
Léttþungavigt: Khadis Ibragimov gegn Ed Herman
Veltivigt: Ramazan Emeev gegn Anthony Rocco Martin
Léttþungavigt: Shamil Gamzatov gegn Klidson Abreu

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 16:00)

Léttþungavigt: Magomed Ankalaev gegn Dalcha Lungiambula
Veltivigt: Rustam Khabilov gegn Sergey Khandozhko
Millivigt: Roman Kopylov gegn Karl Roberson
Veltivigt: Abubakar Nurmagomedov gegn David Zawada
Léttvigt: Alexander Yakovlev gegn Roosevelt Roberts
Bantamvigt kvenna: Pannie Kianzad gegn Jessica-Rose Clark
Bantamvigt: Grigorii Popov gegn Davey Grant

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular