spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvenær byrjar UFC Fight Night: Makhachev vs. Moises?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Makhachev vs. Moises?

UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Islam Makhachev og Thiago Moises en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Í kvöld eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Islam Makhachev hefur unnið sjö bardaga í röð og eltist við stóra bardaga. Hann verður þó að sætta sig við Thiago Moises að þessu sinni sem hefur unnið þrjá bardaga í röð en er hættulegur.

Miesha Tate snýr aftur í búrið í kvöld eftir tæpa fimm ára fjarveru. Hún mætir Marion Reneau sem hefur tapað fjórum bardögum í röð.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins verður einnig í beinni á Viaplay.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)

Léttvigt: Islam Makhachev gegn Thiago Moisés
Bantamvigt kvenna: Marion Reneau gegn Miesha Tate
Léttvigt: Jeremy Stephens gegn Mateusz Gamrot
Millivigt: Rodolfo Vieira gegn Dustin Stoltzfus
Fjaðurvigt: Gabriel Benítez gegn Billy Quarantillo

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:00)

Veltivigt: Daniel Rodriguez gegn Preston Parsons
Strávigt kvenna: Amanda Lemos gegn Montserrat Ruiz
Bantamvigt: Khalid Taha gegn Sergey Morozov
Bantamvigt: Miles Johns gegn Anderson dos Santos
Fluguvigt: Francisco Figueiredo gegn Malcolm Gordon
Þungavigt: Alan Baudot gegn Rodrigo Nascimento

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular