Saturday, February 24, 2024
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Overeem vs. Rozenstruik?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Overeem vs. Rozenstruik?

UFC er með bardagakvöld í Washington DC í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Alistair Overeem og Jairzinho Rozenstruik en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Allir bardagarnir eru aðgengilegir á Fight Pass rás UFC á Íslandi.

Það eru fullt af áhugaverðum bardögum á dagskrá í kvöld. Aðalbardagi kvöldsins verður alvöru þungavigtarslagur þar sem hinn óreyndi Jarizinho mætir reynsluboltanum Alistair Overeem. Getur Rozenstruik rotað Overeem?

Cynthia Calvillo var alltof þung í vigtuninni í gær en hún mætir Marina Rodriguez í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þetta er í annað sinn sem Calvillo nær ekki vigt í þremur síðustu bardögum sínum.

Thiago Alves mætir Tim Means en Alves átti að mæta Gunnari Nelson í september áður en Alves þurfti að draga sig úr bardaganum. Þá verður áhugavert að sjá frumraun Mallory Martin í UFC en hún barðist við Sunnu Rannveigu í Invicta árið 2017 þar sem Sunna sigraði.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)

Þungavigt: Alistair Overeem gegn Jairzinho Rozenstruik
Hentivigt (120,5 pund)*: Marina Rodriguez gegn Cynthia Calvillo
Þungavigt: Stefan Struve gegn Ben Rothwell
Bantamvigt kvenna: Aspen Ladd gegn Yana Kunitskaya                                            
Bantamvigt: Cody Stamann gegn Song Yadong
Bantamvigt: Rob Font gegn Ricky Simon 

ESPN upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Veltivigt: Thiago Alves gegn Tim Means
Fjaðurvigt: Billy Quarantillo gegn Jacob Kilburn
Hentivigt (148,5 pund)**: Bryce Mitchell gegn Matt Sayles
Léttvigt: Joe Solecki gegn Matt Wiman

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:30)

Strávigt kvenna: Virna Jandiroba gegn Mallory Martin
Millivigt: Makhmud Muradov gegn Trevor Smith

*Cynthia Calvillo var 4,5 pundum of þung
**Matt Sayles var 2,5 pundum of þungur

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular