spot_img
Wednesday, October 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnthony Joshua og Andy Ruiz Jr. mætast aftur um helgina

Anthony Joshua og Andy Ruiz Jr. mætast aftur um helgina

Þeir Anthony Joshua og Andy Ruiz jr. mætast aftur á laugardaginn. Ruiz sigraði Joshua mjög óvænt fyrr á árinu og fær Joshua tækifæri á að hefna fyrir tapið.

Þeir Anthony Joshua og Andy Ruiz Jr. mættust í sumar í Madison Square Garden. Upphaflega átti Joshua að mæta Jarrell Miller en eftir að Miller féll á lyfjaprófi kom Ruiz inn með rúmum mánaðar fyrirvara. Ruiz rotaði Joshua í 7. lotu og voru það gríðarlega óvænt úrslit.

Annar bardagi þeirra á milli var settur saman og fer fram nú á laugardaginn í Sádi Arabíu. Bardaginn er því á fínum tíma hér á Íslandi og ætti aðalbardaginn að hefjast um kl. 20-21:00 á íslenskum tíma.

Þrátt fyrir tapið síðast er Joshua sigurstranglegri hjá veðbönkum. Ruiz var þyngri í vigtuninni í dag heldur en fyrir fyrri bardagann. Ruiz var 283 pund (um 128 kg) og 15 pundum þyngri heldur en síðast. Ruiz hefur ekki verið svona þungur síðan í fyrsta atvinnubardaga sínum. Joshua var síðan 237 pund (107,5 kg) en hann hefur ekki verið svona léttur í fimm ár.

Bardagar kvöldsins:

Þungavigt: Andy Ruiz Jr. gegn Anthony Joshua
Þungavigt: Alexander Povetkin gegn Michael Hunter
Þungavigt: Dillian Whyte gegn Mariusz Wach
Þungavigt: Filip Hrgović gegn Éric Molina
Þungavigt: Mahammadrasul Majidov gegn Tom Little
Léttvigt: Zuhayr Al Qahtani gegn Omar Dusary
Ofur millivigt: Diego Pachecogegn Selemani Saidi               
Fjaðurvigt: Hopey Price gegn Swedi Mohamed                     
Léttvigt: Majid Al Naqbi gegn Ilia Beruashvili

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular