Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvenær byrjar UFC Fight Night: Sandhagen vs. Dillashaw?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Sandhagen vs. Dillashaw?

UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Sandhagen og Dillashaw en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Það er ekki mikið um stór nöfn á þessu kvöldi fyrir utan aðalbardagann. Þrátt fyrir það er þetta vel samansett bardagakvöld með spennnandi bardagamönnum sem ætti að bjóða upp á mikið af skemmtilegum og spennandi bardögum.

Þar má nefna Maycee Barber gegn Miranda Maverick en þær eru báðar ungar og mjög efnilegar í fluguvigtinni. Einnig mætir Darren Elkins honum Darrick Minner en það er nokkuð öruggt að það verður blóðugt stríð. Síðan er auðvitað stærsta spurningin hvernig verður fyrrverandi meistarinn T.J. Dillashaw eftir að hann kemur til baka eftir tveggja ára bann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum. Hann mætir Cory Sandhagen sem hefur verið mjög góður nýlega.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 20:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 23:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins verður einnig í beinni á Viaplay.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefjast kl. 23:00)

Bantamvigt: Cory Sandhagen gegn T.J. Dillashaw     
Bantamvigt: Kyler Phillips gegn Raulian Paiva                      
Fjaðurvigt: Darren Elkins gegn Darrick Minner
Fluguvigt kvenna: Miranda Maverick gegn Maycee Barber
Bantamvigt: Randy Costa gegn Adrian Yanez            

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 20:00)

Millivigt: Punahele Soriano gegn Brendan Allen
Millivigt: Nassourdine Imavov gegn Ian Heinisch
Veltivigt: Mickey Gall gegn Jordan Williams
Bantamvigt: Julio Arce gegn Andre Ewell
Fluguvigt kvenna: Sijara Eubanks gegn Elise Reed
Strávigt kvenna: Diana Belbita gegn Hannah Goldy

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular