Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaHvenær hefst ONE: Battleground?

Hvenær hefst ONE: Battleground?

Fyrsta bardagakvöld ONE Championship síðan í maí verður á föstudaginn í hádeginu. Í aðal MMA bardaga kvöldsins mætast fyrrum millivigtar- og léttþungavigtarmeistarinn Aung La N Sang og Leandro Ataides í millivigtinni.

Aung La N Sang hefur tapað síðustu tveimur bardögum sínum og þar með báðum sínum titlum ONE Championship á móti sama manninum, Hollendingnum Reinier de Ridder. Ateides á það sameiginlegt með Aung La N Sang að hann tapaði sínum síðasta bardaga einmitt á móti Reinier de Ridder. Líklegt er að sigurvegari bardagans á föstudaginn fái annað tækifæri á að mæta de Ridder um millivigtartitilinn.

Fyrsti bardagi kvöldins er mjög áhugaverður en þá stígur undrabarnið hin 16 ára gamla Victoria Lee inn í búrið í sínum öðrum atvinnumannabardaga. Þann fyrsta vann hún örugglega í annarri lotu með uppgjafartaki á móti Sunisa Srisen (4-1). Eftir þann bardaga varð Lee mjög svekkt, því hún kláraði bardagann ekki í fyrstu lotu.

Victoria Lee er systir léttvigtarmeistarans Christian Lee og atómvigtarmeistara kvenna Angela Lee. Victoria Lee þykir gríðarlegt efni og þykir hún efnilegri en eldri systkyni hennar voru á þessum aldri. Christian Lee varð léttvigtarmeistari 21 árs og Angela varð atómvigtarmeistari aðeins 19 ára gömul í ONE. Mótherji Victoriu á föstudaginn er Luping Wang frá Kína. Wang hefur unnið þrjá bardaga í röð en þetta er hennar fyrsti bardagi í ONE samtökunum.

Bardagakvöldið (hefst kl. 12:30)

Titilbardagi í léttþungavigt: Aung La N Sang (26-12) gegn Leandro Ateides (11-4)
Strávigt: Ryuto Sawada(14-6-1) gegn Gustavo Balart (8-4)
Atómvigt kvenna: Ritu Phogat (4-1) gegn Lin Heqin (14-2-1)
Bantamvigt: Chen Rui (9-2) gegn Jeremy Pacatiw(7-4)
Atómvigt kvenna: Victoria Lee (1-0) gegn Wang Luping (3-2)

Kvöldið byrjar klukkan 12:30 á föstudaginn og er streymt á Youtube rás ONE Championship en einnig er hægt að horfa á hér fyrir neðan:


RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular